Handbolti

Riðlakeppninni á HM lýkur í dag

Kiril Lazarov hefur farið á kostum í liði Makedóníu
Kiril Lazarov hefur farið á kostum í liði Makedóníu AFP
Í dag lýkur riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta í Króatíu. 8 lið eru komin áfram og það ræðst síðar í dag hvaða 4 lið til viðbótar vinna sér sæti í milliriðli.

Fjögur lið hafa unnið alla 4 leiki sína í keppninni til þessa; Frakkland, Króatía, Svíþjóð og Danmörk.

Auk þessara liða eru Ungverjaland, Pólland, Þýskaland og Noregur komin áfram í milliriðla.

Ástralir hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum á mótinu. Lið þeirra hefur aðeins skorað 60 mörk í 4 leikjum í keppninni en 170 sinnum hafa markverðir þeirra mátt taka boltann úr eigin marki.

Ástralar eru með 110 mörk í mínus og mæta Argentínumönnum í síðustu umferðinni í dag. Þeir hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa en 5 lið eru með óhagstæðari markamun en þeir.

Kiril Lazarov fyrirliði Makedóníu er markahæsti leikmaður mótsins með 40 mörk, 10 mörkum meira en Króatinn Ivan Cupic sem er næstmarkahæstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×