Fótbolti

Evra: Áttum að vinna 4-0

AFP

Franski bakvörðurinn Patrice Evra hjá Manchester United segir að liðið hefði átt að gera betur í leiknum við Arsenal í gær svo það væri í betri stöðu fyrir síðari leikinn í Lundúnum.

United vann leikinn 1-0 með marki John O´Shea en fékk færi til að skora fleiri mörk. Arsenal fékk að sama skapi fá færi í leiknum.

"Við vorum nokkuð ánægðir með leik okkar en við áttum skilið að skora fleirimörk. Við hefðum átt að vinna 4-0, það hefði verið eðlilegra," sagði Frakkinn í samtali við BBC.

Hann er bjartsýnn fyrir síðari leikinn á Emirates og hefur ekki áhyggjur af því að United geti ekki potað inn mörkum á útivelli.

"Við getum skorað hvar sem er. Þess vegna hef ég fulla trú á þessu. Við ætluðum að halda hreinu og það tókst, en það var enginn sáttur við 1-0 sigur. Við hefðum átt að klára einvígið og skora minnst tvö mörk til viðbótar. Við erum ekkert farnir að hugsa um Róm enn sem komið er," sagði Evra og vísaði í úrslitaleik keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×