Valhöll brunnin til kaldra kola 10. júlí 2009 19:15 Hótel Valhöll er brunnin til grunna og nú standa einungis steinveggir þar sem hinn reisulegi burstabær áður stóð. Engu var hægt að bjarga að sögn slökkviliðsmanna á staðnum og hægt verður að moka rústunum í burtu. Eldurinn kom upp á fimmta tímanum í dag en grunur leikur á að hann hafi átt upptökin sín í háfi í eldhúsinu meðan verið var að grilla. Slökkviliðið fékk aðstoð frá slökkviliðum í Árnessýslu en þrátt fyrir það tókst ekki að bjarga neinu þar sem eldurinn dreifðist svo hratt út. Á plani Valhallar stóð tankur fullur á díselolíu og lagði slökkvilið miklá áherslu á að kæla hann vegna sprengihættu. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri hótelsins í maí og því aðeins séð um hótelið í um tvo mánuði. Á hótelinu voru fimm gestir og brunnu allar eigur þeirra. Ungt íslenskt par sem fréttastofa ræddi við missti fartölvu, myndavél og ýmislegt fleira í brunanum en þau voru ekki á hótelinu þegar eldurinn kom upp.Í þessum bruna brann ekki einungis falleg bygging, heldur heilmikil saga þar sem rekja má sögu hússins aftur til nítjándu aldar. Tengdar fréttir Símstöð brann í Valhöll Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband. 10. júlí 2009 18:44 Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú eru tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. 10. júlí 2009 17:27 Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45 Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út. 10. júlí 2009 18:23 Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41 Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33 Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Hótel Valhöll er brunnin til grunna og nú standa einungis steinveggir þar sem hinn reisulegi burstabær áður stóð. Engu var hægt að bjarga að sögn slökkviliðsmanna á staðnum og hægt verður að moka rústunum í burtu. Eldurinn kom upp á fimmta tímanum í dag en grunur leikur á að hann hafi átt upptökin sín í háfi í eldhúsinu meðan verið var að grilla. Slökkviliðið fékk aðstoð frá slökkviliðum í Árnessýslu en þrátt fyrir það tókst ekki að bjarga neinu þar sem eldurinn dreifðist svo hratt út. Á plani Valhallar stóð tankur fullur á díselolíu og lagði slökkvilið miklá áherslu á að kæla hann vegna sprengihættu. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri hótelsins í maí og því aðeins séð um hótelið í um tvo mánuði. Á hótelinu voru fimm gestir og brunnu allar eigur þeirra. Ungt íslenskt par sem fréttastofa ræddi við missti fartölvu, myndavél og ýmislegt fleira í brunanum en þau voru ekki á hótelinu þegar eldurinn kom upp.Í þessum bruna brann ekki einungis falleg bygging, heldur heilmikil saga þar sem rekja má sögu hússins aftur til nítjándu aldar.
Tengdar fréttir Símstöð brann í Valhöll Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband. 10. júlí 2009 18:44 Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú eru tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. 10. júlí 2009 17:27 Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45 Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út. 10. júlí 2009 18:23 Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41 Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33 Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Símstöð brann í Valhöll Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband. 10. júlí 2009 18:44
Eldurinn breiðist hratt út - helmingur hótelsins brunninn Eldurinn í Valhöll á Þingvöllum breiðist hratt út og nú eru tvö burstahúsanna á björtu báli. Skáli sem stóð við vesturhlið hússins er hruninn til grunna. 10. júlí 2009 17:27
Sprengihætta í Valhöll Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti. 10. júlí 2009 17:45
Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út. 10. júlí 2009 18:23
Mikill eldur í Valhöll - fyrstu slökkviliðsbílarnir komnir á vettvang Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er á leiðinni til Þingvalla en Valhöll stendur í ljósum logum. 10. júlí 2009 16:41
Eldur í Valhöll á Þingvöllum Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið. 10. júlí 2009 16:33
Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg. 10. júlí 2009 17:01