Taka á móti 10 þúsundasta sjósundgestinum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. nóvember 2009 20:14 Benedikt Hjartarson er án efa þekktasti sjósundkappi á Íslandi. Mynd/ Arnþór. Á næsta mánudag ætla starfsmenn Ylstrandar að taka á móti 10 þúsundasta vetrarsjósundgestinum í ár. „Ég mæti alltaf þarna á mánudögum. Á veturna mæti ég alltaf þrjá daga í viku og mánudagur er einn af þeim," segir Benedikt Hjartarson, sundkappi þegar Vísir spyr hann hvort hann ætli að vera viðstaddur í Nauthólsvíkinni á þessum tímamótum. Benedikt segist allt eins eiga von á því að það verði gert eitthvað til þess að halda upp á áfangann. „Þeir bregða oft á leik þarna," segir Benedikt. Hann bendir á að í desember í fyrra hafi oft verið upplestrar úr bókum í desember og á von á því að það verði áfram fjör í vetur. Benedikt er án efa þekktasti sjósundkappi landsins enda er hann sá eini sem hefur tekist að synda yfir Ermasundið. Spurður út í ástæðurnar fyrir vinsældum sjósundsins segir hann að það séu fleiri og fleiri að uppgötva kosti þess. Við vorum þrjú til fjögur að fara þarna fyrir fjórum árum. En svo bara smám saman þegar umræðan kom um sjósund jókst þetta. Það eru alltaf fleiri og fleiri að uppgötva hvað þetta er gott," segir Benedikt. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að sjósund hafi verið að festa sig í sessi sem vinsæl útivist sem fjölmargir nýti sér sem góða leið til heilsueflingar. Fjölgunin hafi verið mikil á milli ára því gestir í vetrarsjósundi allt árið í fyrra hafi verið um 3294 en þeirri fjöldatölu hafi verið náð í byrjun mars á þessu ári. Árið 2007 hafi gestir verið 826 manns en ekki sé ólíklegt að fjöldi gesta fari nærri 12.000 á þessu ári. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Á næsta mánudag ætla starfsmenn Ylstrandar að taka á móti 10 þúsundasta vetrarsjósundgestinum í ár. „Ég mæti alltaf þarna á mánudögum. Á veturna mæti ég alltaf þrjá daga í viku og mánudagur er einn af þeim," segir Benedikt Hjartarson, sundkappi þegar Vísir spyr hann hvort hann ætli að vera viðstaddur í Nauthólsvíkinni á þessum tímamótum. Benedikt segist allt eins eiga von á því að það verði gert eitthvað til þess að halda upp á áfangann. „Þeir bregða oft á leik þarna," segir Benedikt. Hann bendir á að í desember í fyrra hafi oft verið upplestrar úr bókum í desember og á von á því að það verði áfram fjör í vetur. Benedikt er án efa þekktasti sjósundkappi landsins enda er hann sá eini sem hefur tekist að synda yfir Ermasundið. Spurður út í ástæðurnar fyrir vinsældum sjósundsins segir hann að það séu fleiri og fleiri að uppgötva kosti þess. Við vorum þrjú til fjögur að fara þarna fyrir fjórum árum. En svo bara smám saman þegar umræðan kom um sjósund jókst þetta. Það eru alltaf fleiri og fleiri að uppgötva hvað þetta er gott," segir Benedikt. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að sjósund hafi verið að festa sig í sessi sem vinsæl útivist sem fjölmargir nýti sér sem góða leið til heilsueflingar. Fjölgunin hafi verið mikil á milli ára því gestir í vetrarsjósundi allt árið í fyrra hafi verið um 3294 en þeirri fjöldatölu hafi verið náð í byrjun mars á þessu ári. Árið 2007 hafi gestir verið 826 manns en ekki sé ólíklegt að fjöldi gesta fari nærri 12.000 á þessu ári.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira