Helguvík þurrkar upp jarðhitann 10. janúar 2009 18:51 Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka.Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur áforma nú virkjanir á sex stöðum í Reykjanesfjallgarði til að mæta orkuþörf álversins og talið líklegt að enn fleiri virkjanir þurfi til.Ómar segir að vaða eigi inn á hveert einasta svæði sem tiltækt sé, Bitruvirkjun líka. Það eigi að fara inn á þann stað þar sem íslensk náttúruvernd hófst, við Krýsuvík árið 1949. Það eigi að pumpa út úr þessu 625 megaavöttum þegar svæðið muni sennilega ekki afkasta á sjálfbæran og endurnýjanlegan hátt rúmlega 200 megavöttum. Það eigi bara að gefa skít í barnabörnin og afkomendur okkar. Aldrei sé hugsað nema rétt fram á tærnar á sér.Ómar bendir á að sumir vísindamenn óttist að orkan á Reykjanesi dugi ekki einu sinni út samningstíma álversins. Jarðvarmavirkjanir séu því aðeins sjálfbærar ef ekki er gengið of nærri svæðunum. Íslendingar verði að staldra við og gera þetta þannig að forsetinn og allir geti sagt við útlendinga: Þetta er endurnýjanleg orka! "Við ljúgum því allan tímann, og það er það sem ég er svo andvígur," segir Ómar.En hvernig taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í hugmyndir um virkjun í Krýsuvík?Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að menn verði örugglega jákvæðir í að nýta og skoða alla möguleika á að hafa hag af þeim verðmætum og auðlindum sem séu á þessu svæði. Það verði auðvitað gert þannig að sátt sé um hvernig farið verði inn á þessi svæði. Þegar sé búið að bora heilmikið og raska svæðum, við Seltún og eins ofan við Krýsuvíkurbæinn, og það séu þau svæði sem bærinn sé tilbúinn að láta skoða nánar. Það vanti hins vegar frekari rannsóknir á þessu svæði og menn þurfi að fá þær niðurstöður áður en lengra sé haldið. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka.Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur áforma nú virkjanir á sex stöðum í Reykjanesfjallgarði til að mæta orkuþörf álversins og talið líklegt að enn fleiri virkjanir þurfi til.Ómar segir að vaða eigi inn á hveert einasta svæði sem tiltækt sé, Bitruvirkjun líka. Það eigi að fara inn á þann stað þar sem íslensk náttúruvernd hófst, við Krýsuvík árið 1949. Það eigi að pumpa út úr þessu 625 megaavöttum þegar svæðið muni sennilega ekki afkasta á sjálfbæran og endurnýjanlegan hátt rúmlega 200 megavöttum. Það eigi bara að gefa skít í barnabörnin og afkomendur okkar. Aldrei sé hugsað nema rétt fram á tærnar á sér.Ómar bendir á að sumir vísindamenn óttist að orkan á Reykjanesi dugi ekki einu sinni út samningstíma álversins. Jarðvarmavirkjanir séu því aðeins sjálfbærar ef ekki er gengið of nærri svæðunum. Íslendingar verði að staldra við og gera þetta þannig að forsetinn og allir geti sagt við útlendinga: Þetta er endurnýjanleg orka! "Við ljúgum því allan tímann, og það er það sem ég er svo andvígur," segir Ómar.En hvernig taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í hugmyndir um virkjun í Krýsuvík?Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að menn verði örugglega jákvæðir í að nýta og skoða alla möguleika á að hafa hag af þeim verðmætum og auðlindum sem séu á þessu svæði. Það verði auðvitað gert þannig að sátt sé um hvernig farið verði inn á þessi svæði. Þegar sé búið að bora heilmikið og raska svæðum, við Seltún og eins ofan við Krýsuvíkurbæinn, og það séu þau svæði sem bærinn sé tilbúinn að láta skoða nánar. Það vanti hins vegar frekari rannsóknir á þessu svæði og menn þurfi að fá þær niðurstöður áður en lengra sé haldið.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira