Helguvík þurrkar upp jarðhitann 10. janúar 2009 18:51 Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka.Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur áforma nú virkjanir á sex stöðum í Reykjanesfjallgarði til að mæta orkuþörf álversins og talið líklegt að enn fleiri virkjanir þurfi til.Ómar segir að vaða eigi inn á hveert einasta svæði sem tiltækt sé, Bitruvirkjun líka. Það eigi að fara inn á þann stað þar sem íslensk náttúruvernd hófst, við Krýsuvík árið 1949. Það eigi að pumpa út úr þessu 625 megaavöttum þegar svæðið muni sennilega ekki afkasta á sjálfbæran og endurnýjanlegan hátt rúmlega 200 megavöttum. Það eigi bara að gefa skít í barnabörnin og afkomendur okkar. Aldrei sé hugsað nema rétt fram á tærnar á sér.Ómar bendir á að sumir vísindamenn óttist að orkan á Reykjanesi dugi ekki einu sinni út samningstíma álversins. Jarðvarmavirkjanir séu því aðeins sjálfbærar ef ekki er gengið of nærri svæðunum. Íslendingar verði að staldra við og gera þetta þannig að forsetinn og allir geti sagt við útlendinga: Þetta er endurnýjanleg orka! "Við ljúgum því allan tímann, og það er það sem ég er svo andvígur," segir Ómar.En hvernig taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í hugmyndir um virkjun í Krýsuvík?Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að menn verði örugglega jákvæðir í að nýta og skoða alla möguleika á að hafa hag af þeim verðmætum og auðlindum sem séu á þessu svæði. Það verði auðvitað gert þannig að sátt sé um hvernig farið verði inn á þessi svæði. Þegar sé búið að bora heilmikið og raska svæðum, við Seltún og eins ofan við Krýsuvíkurbæinn, og það séu þau svæði sem bærinn sé tilbúinn að láta skoða nánar. Það vanti hins vegar frekari rannsóknir á þessu svæði og menn þurfi að fá þær niðurstöður áður en lengra sé haldið. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Jarðhitageymir Reykjanesskaga verður þurrkaður upp á skömmum tíma, ef virkjanaáform vegna Helguvíkurálvers ná fram að ganga. Þetta segir Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sem segir að Íslendingar verði að hætta að ljúga því að sjálfum sér og útlendingum að jarðvarmi sé endurnýjanleg orka.Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur áforma nú virkjanir á sex stöðum í Reykjanesfjallgarði til að mæta orkuþörf álversins og talið líklegt að enn fleiri virkjanir þurfi til.Ómar segir að vaða eigi inn á hveert einasta svæði sem tiltækt sé, Bitruvirkjun líka. Það eigi að fara inn á þann stað þar sem íslensk náttúruvernd hófst, við Krýsuvík árið 1949. Það eigi að pumpa út úr þessu 625 megaavöttum þegar svæðið muni sennilega ekki afkasta á sjálfbæran og endurnýjanlegan hátt rúmlega 200 megavöttum. Það eigi bara að gefa skít í barnabörnin og afkomendur okkar. Aldrei sé hugsað nema rétt fram á tærnar á sér.Ómar bendir á að sumir vísindamenn óttist að orkan á Reykjanesi dugi ekki einu sinni út samningstíma álversins. Jarðvarmavirkjanir séu því aðeins sjálfbærar ef ekki er gengið of nærri svæðunum. Íslendingar verði að staldra við og gera þetta þannig að forsetinn og allir geti sagt við útlendinga: Þetta er endurnýjanleg orka! "Við ljúgum því allan tímann, og það er það sem ég er svo andvígur," segir Ómar.En hvernig taka bæjaryfirvöld í Hafnarfirði í hugmyndir um virkjun í Krýsuvík?Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að menn verði örugglega jákvæðir í að nýta og skoða alla möguleika á að hafa hag af þeim verðmætum og auðlindum sem séu á þessu svæði. Það verði auðvitað gert þannig að sátt sé um hvernig farið verði inn á þessi svæði. Þegar sé búið að bora heilmikið og raska svæðum, við Seltún og eins ofan við Krýsuvíkurbæinn, og það séu þau svæði sem bærinn sé tilbúinn að láta skoða nánar. Það vanti hins vegar frekari rannsóknir á þessu svæði og menn þurfi að fá þær niðurstöður áður en lengra sé haldið.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira