Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2009 10:46 Gordon Brown ætlar að banna bónuslaunakerfi. Mynd/ AFP. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. Brown sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að stjórnendur bankanna skildu ekki hvílíkan skaða þeir hefðu unnið hagkerfinu og hann ætlaði að grípa til sinna ráða til þess að beina þeim inn á réttar brautir. „Við ætlum að hreinsa upp kerfið í eitt skipti fyrir öll," sagði Brown. „Þetta verða hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til í heiminum," sagði Brown jafnframt. „Við ætlum ekki að standa hjá og snúa aftur til gamalla tíma," bætti hann við. Brown ætlar að breyta lögum um Fjármálaeftirlitið þannig að það fái heimild til að hindra bankastjórnendur í að taka of mikla áhættu. Fyrirtæki sem muni ekki hlýða þessum lögum muni sæta refsingum. Hann sagði að þessi nýju lög væru nauðsynleg því að það væru vísbendingar um að bankarnir væru að fara aftur í að greiða háar launafjárhæðir sem voru meðal annars hvatinn að mikilli áhættusækni sem leiddi til fjármálakreppunnar. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. Brown sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að stjórnendur bankanna skildu ekki hvílíkan skaða þeir hefðu unnið hagkerfinu og hann ætlaði að grípa til sinna ráða til þess að beina þeim inn á réttar brautir. „Við ætlum að hreinsa upp kerfið í eitt skipti fyrir öll," sagði Brown. „Þetta verða hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til í heiminum," sagði Brown jafnframt. „Við ætlum ekki að standa hjá og snúa aftur til gamalla tíma," bætti hann við. Brown ætlar að breyta lögum um Fjármálaeftirlitið þannig að það fái heimild til að hindra bankastjórnendur í að taka of mikla áhættu. Fyrirtæki sem muni ekki hlýða þessum lögum muni sæta refsingum. Hann sagði að þessi nýju lög væru nauðsynleg því að það væru vísbendingar um að bankarnir væru að fara aftur í að greiða háar launafjárhæðir sem voru meðal annars hvatinn að mikilli áhættusækni sem leiddi til fjármálakreppunnar.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira