Barcelona náði í kvöld átta stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar er liðið lagði nágranna sína í Espanyol, 1-0.
Það var Zlatan Ibrahimovic sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 39. mínútu.
Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar og hefur leikið einum leik færra en Barca. Madridingar geta því minnkað muninn í fimm stig með sigri í sínum leik.