Grátlegt tap gegn Bandaríkjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2009 15:21 Stelpurnar okkar stóðu sig vel. Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir. Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira
Stelpurnar okkar voru grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn Ólympíumeisturunum og besta landsliði heims, Bandaríkjunum. Eftir hetjulega baráttu í 90 mínútur skoraði bandaríska liðið eina mark leiksins á lokamínútunni. Það var Natasha Kai sem skoraði markið mikilvæga. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Lokaflautið: Þýski dómarinn hefur flautað leikinn af. Íslenska liðið grátlega nálægt því að ná jafntefli gegn besta landsliði heims en hetjuleg barátta engu að síður. 90. mín: Grátlegt. Bandaríska liðið skorar á lokamínútunni. Það var varamaðurinn Natasha Kai sem skoraði mark bandaríska liðsins með glæsilegu skoti. Glæsilegt mark. Erla Steina Arnardóttir kemur inn fyrir Dóra Maríu. 89. mín: Bandaríska liðið pressar nokkuð stíft að marki Íslands. Fá aukaspyrnu en skalli bandaríska liðsins fer yfir markið. 85. mín: Skipting hjá bandaríska liðinu. Rachel Buehler kemur inn fyrir Angela Hucles. 84. mín: Rakel Hönnudóttir með annað skot Íslands í síðari hálfleik. Það siglir framhjá markinu. 80. mín: Íslenska liðið berst geysilega vel og kemst fyrir flestar skottilraunir bandaríska liðsins. Stelpurnar eru aðeins tíu mínútum frá því að ná fræknum úrslitum gegn Ólympíumeisturunum. 74. mín: Fyrsta skot Íslands að marki í síðari hálfleik. Dóra María með gott skot en bandaríski markvörðurinn slær boltann yfir. Ísland að sækja í sig veðrið og fær tvær hornspyrnur. 72. mín: Íslenska liðið lætur ekki berja sig niður og svarar fyrir sig. Erna Björk var að fá gult spjald fyrir hraustlega tæklingu. 68. mín: Hin stóra og stæðilega Natasha Kai kemur inn fyrir Amy Rodriguez. Hún er afar sterk í loftinu og verður íslenska liðið að hafa góðar gætur á henni. 66. mín: Það er sem fyrr pressa að íslenska markinu sem verst engu að síður vel. Íslenska liðið hefur ekki átt skot að marki í síðari hálfleik. 64. mín: Þriðja skiptingin hjá íslenska liðinu. Rakel Hönnudóttir kemur inn fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur. 61. mín: Bandaríkjamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað en skallinn fer yfir markið og dæmt á bandaríska liðið. 55. mín: Bandaríska liðið heldur áfram að sækja og Ísland kemst lítt áfram. Þó enn markalaust. 50. mín: Bandaríska liðið leikur með vindinn í bakið í síðari hálfleik og byrjar síðari hálfleikinn betur. Guðbjörg Gunnarsdóttir er hins vegar vel á tánum í markinu og grípur vel inn í. 46. mín: Bandaríska liðið gerir tvær breytingar. Angiw Woznuk og Tina DiMartino fara af velli og inn koma Heather O´Reilly og Lindsay Tarpley. Tölfræðin: Bandaríska liðið hefur átt 5 skot að marki en Ísland 3. Eitt skot frá hvoru liði hefur hitt markið. Bandaríkin hafa fengið 3 horn en Ísland 2. Íslensku stelpurnar hafa tvisvar verið flaggaðar rangstæðar en þær bandarísku einu sinni. Bandaríkin hafa fengið eina spjald leiksins en það fékk Boxx fyrir að tækla Söru Björk í ökklann. Hálfleikur: Markalaust í leikhléi og íslensku stelpurnar átt í fullu tréi við bandarísku stelpurnar. Þær bandarísku eru harðar í horn að taka og Sara Björk varð rétt eins og Sif að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir hraustlega tæklingu frá Shannon Boxx. Katrín Ómarsdóttir kemur á vettvang fyrir Söru. 42. mín: Bandarísku stúlkurnar eru að tækla okkar stúlkur hressilega. Nú þurfti að huga að Söru Björk Gunnarsdóttur eftir harða tæklingu. Enn markalaust. 38. mín: Sif Atladóttir þarf að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir kemur í hennar stað. 30. mín: Búið að vera jafnt. Bandaríkjamenn sótt aðeins meira en Ísland yfir í leiknum. Leikurinn í járnum. Bandaríkjamenn áttu ágætt skot að marki en Guðbjörg varði vel. Engin opin færi. 10. mín: Aðstæður á vellinum eru ágætar. Það er reyndar nokkuð hvasst og dimmt yfir. Þó hlýtt. Byrjunarlið Íslands: Guðbjörg Gunnarsdóttir - Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.
Íslenski boltinn Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira