Innlent

Stórbruni í Valhöll - reykjamökkurinn sést í kílómetra fjarlægð

Fréttamaður Stöðvar 2 og Vísis á Þingvöllum segir eldsvoðann í Valhöll vera stórbruna. Reykjamökkurinn sést í tug kílómetra fjarlægð og eyðileggingin er gríðarleg.

Allt tiltækt slökkvilið Árnessýslu hefur verið kallað út og svo slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Ekki er vitað hvort einhver hafi verið inn í húsinu.

Í dag er 10. júlí en fyrir nákvæmlega 39 árum síðan brann ráðherrabústaður á Þingvöllum. Þá lést Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra ásamt eiginkonu sinni Sigríði Björnsdóttur og barnabarni þeirra Benedikt Vilmundarsyni.










Tengdar fréttir

Eldur í Valhöll á Þingvöllum

Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×