Björn Bergmann Sigurðsson lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Lilleström gerði þá 1-1 jafntefli við Tromsö á útivelli en Björn Bergmann lék fyrstu 80 mínúturnar í leiknum.
Jöfnunarmark Lilleström kom þremur mínútum fyrir leikslok. Lilleström er enn án sigurs í deildinni og er í fjórtánda sæti sem stendur með þrjú stig.