Lífið

Enn bætist í hóp MORFÍS dómara á þriðjudag

Skólalíf skrifar
Sigurlið Verzlinga í MORFÍS í fyrra.
Sigurlið Verzlinga í MORFÍS í fyrra.
Dómaranámskeið ræðukeppninnar MORFÍS fer fram á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 18 í Rauða sal Verzlunarskólans. Námskeiðið er öllum opið, en að námskeiðinu loknu verður nemendum veitt dómararéttindi og þeir færðir inn á dómaralista MORFÍS. Það merkir að þeir séu hæfir til að dæma í ræðukeppninni.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur MORFÍS, grunnatriði dómblaðsins sem notast er við þegar ræðukeppnir eru dæmdar verða skoðuð og tæpt á þeim stílbrögðum sem rétt er að horfa til við dómgæslu.

Um námskeiðið sjá Brynjar Guðnason, en hann er fyrrum formaður og framkvæmdastjóri MORFÍS, og Bjarki Vigfússon. Þeir hafa báðir séð um dómaranámskeiðin áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.