Innlent

Vinnuvélar brutu niður það sem eftir stóð af Valhöll

Frá Þingvöllum í gær. Mynd/Ingólfur Helgi Tryggvason
Frá Þingvöllum í gær. Mynd/Ingólfur Helgi Tryggvason Mynd/Ingólfur Helgi Tryggvason
Starfsfólk á Hótel Valhöll á Þingvöllum leitaði lengi að eldi í húsinu eftir að brunabjöllur hringdu þrisvar sinnum í gærdag. Meðal annars fór það upp á þak hótelsins til þess að leita að hita. Svo blossaði eldurinn skyndilega upp og húsið var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang. Húsið brann til kaldra kola. Talið er víst að kviknað hafi í þegar verið var að grilla í eldhúsinu fyrir samkvæmi sem átti að halda um kvöldið.

Hótelstjórinn Úlfar Ingi Þórðarson sagði í samtali við fréttastofuna að eldur hafi borist í gufugleypi og þaðan breiðst út um allt.

Stórvirkar vinnuvélar unnu að því í gærkvöldi að brjóta niður það sem eftir stóð af veggjum hússins. Enginn slasaðist í brunanum en fimm gestir sem voru á hótelinu misstu allan sinn farangur meðal annars fartölvur.

Hótel Valhöll var í eigu ríkisins en einkafyrirtæki var með reksturinn á leigu. Brunabótamat hússins er 280 milljónir króna. Eldvörnum var mjög ábótavant samkvæmt skýrslu sem gerð var árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×