Fótbolti

Juventus er ekki búið að landa Diego

NordicPhotos/GettyImages

Klaus Allofs, framkvæmdastóri Werder Bremen í Þýskalandi, segir að Juventus sé alls ekki búið að tryggja sér brasilíska miðjumanninn Diego eins og fram hefur kom í fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum.

Forráðamenn Juventus og Diego sjálfur héldu því fram að það væri klappað og klárt að hann léki á Ítalíu á næstu leiktíð, en Þjóðverjarnir segja málið ekki komið svo langt.

"Það er ekki búið að ganga frá þessu. Það eru enn nokkur atriði sem þarf að klára. Þetta eru ekki stór atriði, en við þurfum samt að halda frekari viðræður," sagði Allofs í samtali við þýska fjölmiðla.

Diego hefur líka verið orðaður við Bayern Munchen í Þýskalandi og Klaus Allofs notar þann orðróm til að reka á eftir Juventus-mönnum.

"Hver veit nema Diego verði bara seldur til Bayern," sagði Allofs.

Talið er að samningaviðræður Juve og Bremen standi í stað út af eingreiðslu til leikmannsins upp á ríflega 4 milljónir evra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×