Handbolti

Sænski úrslitaleikurinn á SVT2

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Andrésson, þjálfari Guif.
Kristján Andrésson, þjálfari Guif. Mynd/Tommy Holl

Úrslitaleikur sænsku úrvalsdeildairnnar, leikur Alingsås og Guif, verður í beinni útsendingu á SVT2 sem er sýnd í Fjölvarpi Stöðvar 2. Leikurinn hefst klukkan 17.00.

Kristján Andrésson er þjálfari Guif og bróðir hans, Haukur, leikur með liðinu. Kristján er fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.

Guif vann sigur á deildarmeisturum Sävehof í undanúrslitum en Alingsås lagði Hammarby í sinni undanúrslitaviðureign. Báðar rimmur réðust í oddaleik.

Úrslitin um sænska meistarartitilinn ráðast hins vegar í hreinum úrslitaleik í dag sem fer fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×