Handbolti

Birna skoraði 21 mark í þremur leikjum - stelpurnar í 4. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir er einnig landsliðskona í fótbolta.
Birna Berg Haraldsdóttir er einnig landsliðskona í fótbolta. Mynd/Arnþór

Íslenska 17 ára landsliðið í handbolta kvenna endaði í fjórða og síðasta sæti í sínum riðli í undankeppni EM sem fram fór í Svíþjóð um helgina. Íslenska liðið tapaði öllum sínum leikjum á móti Svartfjallalandi, Rússlandi og heimamönnum í Svíþjóð.

Rússar urðu efstir með 6 stig, Svíar voru með 4 stig og Svarfjallaland fékk 2 stig. Íslensku stelpurnar léku fyrsta leikinn á móti Svartfjallalandi og tapaði þá með þremur mörkum í hörkuleik.

Birna Berg Haraldsdóttir leikmaður FH var langmarkahæst í íslenska liðinu á mótinu en hún skoraði 21 mark í þremur leikjum eða 7 mörk að meðaltali í leik. Átta af þessu 21 marki skoraði Birna af vítalínunni.

Heiðrún Björk Helgadóttir, HK skoraði næstmest eða 9 mörk og þær Steinunn Snorradóttir úr FH og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir úr HK voru með sjö mörk hvor.

Rannveig Smáradóttir úr Gróttu varði 23 skot í leikjunum en Hildur Guðmundsdóttir úr Stjörnunni varði 18 skot þar af 13 þeirra í leiknum á móti Svartfjallalandi.

Íslenska liðið saknaði Þorgerðar Önnu Atladóttur úr Stjörnunni sem var valin í liðið en gat ekki leikið vegna meiðsla sem einnig kostuðu hana bikarúrslitaleikinn í meistaraflokki á dögunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×