Handbolti

HM: Spánverjar sitja eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Suður-Kóreumenn fagna sigrinum í kvöld.
Suður-Kóreumenn fagna sigrinum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Spánverjar komust ekki í millriðlakeppnina á HM í handbolta í Króatíu eftir tap fyrir Suður-Kóreu í kvöld, 24-23. Staðan í hálfleik var 15-14, Spánverjum í vil.

Staðan var jöfn, 22-22, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Það var svo Yunsuk Oh sem reyndist hetja Suður-Kóreu en hann skoraði tvívegis á síðustu mínútum leiksins og kom Suður-Kóreu í 24-22. Joan Canellas minnkaði muninn á lokamínútunni en nær komust Spánverjar ekki.

Oh var markahæstur með sex mörk en þeir Albert Rocas og Iker Romero skoruðu fimm mörk hvor fyrir Spánverja.

Þetta er mikið áfall fyrir Spánverja sem höfðu þegar tapað fyrir Svíum og Króötum sem mætast í lokaleik B-riðils síðar í kvöld.

Suður-Kórea tryggði sér þar með sæti í milliriðlakeppninni en fara þangað án stiga þar sem liðið tapaði einnig fyrir Svíum og Króötum.

Suður-Kórea hafa komið mörgum á óvart í Króatíu en liðið tapaði naumlega fyrir heimamönnum í opnunarleik mótsins í síðustu viku.


Tengdar fréttir

HM-samantekt: Óvænt tap Norðmanna

Norðmenn naga sig í handarbökin í kvöld eftir að þeir töpuðu óvænt fyrir Serbíu á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×