Bayern Munchen gæti þurft að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Wolfsburg eftir að hafa misstigið sig illa í dag.
Á meðal Wolfsburg slátraði Hannover 0-5 gerði Bayern aðeins 2-2 jafntefli við Hoffenheim. Þegar ein umferð er eftir er Wolfsburg því tveimur stigum á undan Bayern sem leikur gegn Stuttgart í lokaumferðinni á meðan Wolfsburg mætir Werder Bremen.
Wolfsburg er þess utan með miklu betri markahlutfall eftir burstið í dag, sjö mörkum meira í plús, og ætti því að duga jafntefli í síðasta leiknum til að tryggja sér titilinn.
Úrslitin í Þýskalandi í dag:
Bayer Leverkusen 5 - 0 Monchengladbach
Bochum 2 - 0 Eintracht Frankfurt
Borussia Dortmund 6 - 0 Arminia Bielefeld
Hamburger SV 0 - 1 1. FC Cologne
Hannover 0 - 5 Wolfsburg
Hertha BSC 0 - 0 Schalke
Hoffenheim 2 - 2 Bayern Munich
Stuttgart 2 - 0 Energie Cottbus
Werder Bremen 1 - 3 Karlsruhe
Bayern Munchen missteig sig illa
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn


Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn






Falko: Zarko og Matej voru frábærir
Körfubolti