Sport

Haye: Þarf að breyta um stíl til þess að vinna Valuev

Ómar Þorgeirsson skrifar
Nicolai Valuev og David Haye á blaðamannafundi fyrir bardagann.
Nicolai Valuev og David Haye á blaðamannafundi fyrir bardagann. Nordic photos/AFP

Breski hnefaleikakappinn David Haye mætir rússneska risanum Nicolai Valuev í bardaga um WBA-þungavigtartitilinn 7. nóvember næstkomandi. Haye viðurkennir að hann þurfi að breyta um keppnisstíl til þess að leggja hinn 2,18 metra háa Valuev að velli.

„Flestir reyna að massa sig upp fyrir bardaga gegn stórum andstæðingum en fyrir mér snýst þetta allt um hreyfanleika og hraða. Ég veit að hann mun reyna að leggjast á mig til að þreyta mig með þunga sínum og nota svo upphöggin sem hann er þekktur fyrir.

Ég þarf að breyta um stíl til þess að vinna bardagann. Ég þarf að venjast því að högg séu að koma niður í átt til mín, vegna þess hversu hávaxinn hann er, en ekki upp til mín eins og ég er ef til vill vanari. Ég verð því að vera mjög hreyfanlegur. Ég veit samt sem áður að ég er með þung högg líka og mun reyna að landa þeim á hann eins oft og ég get," segir Haye.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×