Gonzalo Higuain var bjargvættur Real Madrid í kvöld er hann skoraði sigurmarkið gegn Getafe með marki á lokamínútunni. Lokatölur 3-2 fyrir Real Madrid.
Rafael van der Vaart og Guti skoruðu hin mörk Real. Soldado og Albin skoruðu mörk Getafe.
Einn annar leikur var í spænsku deildinni í kvöld en Athletic Bilbao vann 1-2 útisigur gegn Numancia. Toquero og Llorente með mörk Bilbao en Domingo skoraði fyrir Numancia.
Real Madrid heldur því áfram að elta Barcelona sem þó er í vænlegri stöðu með sex stiga forskot á toppnum.