Fjalar: Spilaði handleggsbrotinn í tuttugu mínútur Ómar Þorgeirsson skrifar 28. júlí 2009 11:45 Fjalar Þorgeirsson hefur átt frábært sumar með Fylki. Mynd/Valli Fylkismenn urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson handleggsbrotnaði í 2-1 sigri liðsins gegn Fram í Pepsi-deildinni á Árbæjarvelli. Handleggsbrotið átti sér stað þegar um stundarfjórðungur lifði leiks en Fjalar, sem hefur átt frábært sumar með Fylki, lét það ekki stöðva sig í því að klára leikinn. „Ég hleyp bara út í teiginn í aukaspyrnu utan að kanti og kýli boltann en þá kemur einhver Framari sem er að reyna að nikka boltanum með hausnum og við lendum saman af fullu afli og við það brotnar höndin. Ég fann ekkert mikinn sársauka strax heldur var höndin bara dofin. Ég ákvað bara að halda áfram og spilaði síðustu tuttugu mínúturnar því handleggsbrotinn. Ég var kannski líka eitthvað að reyna að hlífa hendinni því í markinu sem þeir skora kem ég þarna fljúgandi út eins og Súperman og er að reyna að hlífa hægri hendinni," segir Fjalar. Fjalar hittir bæklunarlækni í dag og þá kemur betur í ljós hvenær hann getur snúið aftur í mark Fylkis en er vitanlega svekktur yfir því að þurfa að sitja á hliðarlínunni á þessum tímapunkti á sumrinu. „Það kemur bara í ljós í dag væntanlega. Það er stundum talað um að beinið sé 4-6 vikur að gróa en ég veit ekkert hvenær ég get byrjað að spila aftur. Það er líka enn verra fyrir mig að vera markmaður með þetta að gera. Í ljósi þess hvernig liðinu er búið að ganga og mér persónulega þá er þetta augljóslega gríðarlegt áfall fyrir mig," segir Fjalar vonsvikinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Fylkismenn urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson handleggsbrotnaði í 2-1 sigri liðsins gegn Fram í Pepsi-deildinni á Árbæjarvelli. Handleggsbrotið átti sér stað þegar um stundarfjórðungur lifði leiks en Fjalar, sem hefur átt frábært sumar með Fylki, lét það ekki stöðva sig í því að klára leikinn. „Ég hleyp bara út í teiginn í aukaspyrnu utan að kanti og kýli boltann en þá kemur einhver Framari sem er að reyna að nikka boltanum með hausnum og við lendum saman af fullu afli og við það brotnar höndin. Ég fann ekkert mikinn sársauka strax heldur var höndin bara dofin. Ég ákvað bara að halda áfram og spilaði síðustu tuttugu mínúturnar því handleggsbrotinn. Ég var kannski líka eitthvað að reyna að hlífa hendinni því í markinu sem þeir skora kem ég þarna fljúgandi út eins og Súperman og er að reyna að hlífa hægri hendinni," segir Fjalar. Fjalar hittir bæklunarlækni í dag og þá kemur betur í ljós hvenær hann getur snúið aftur í mark Fylkis en er vitanlega svekktur yfir því að þurfa að sitja á hliðarlínunni á þessum tímapunkti á sumrinu. „Það kemur bara í ljós í dag væntanlega. Það er stundum talað um að beinið sé 4-6 vikur að gróa en ég veit ekkert hvenær ég get byrjað að spila aftur. Það er líka enn verra fyrir mig að vera markmaður með þetta að gera. Í ljósi þess hvernig liðinu er búið að ganga og mér persónulega þá er þetta augljóslega gríðarlegt áfall fyrir mig," segir Fjalar vonsvikinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira