Innlent

Brunabjalla fór tvisvar í gang áður en brugðist var við

Brunabjalla gall tvisvar áður en farið var að kanna eldsupptök.
Brunabjalla gall tvisvar áður en farið var að kanna eldsupptök.

Kristján Gunnarsson ákvað að bregða sér í huggulegan hádegisverð í Valhöll í dag ásamt konu sinni og erlendum vinum þeirra. Þegar aðalrétturinn hafði runnið niður byrjuðu eldvarnarbjöllurnar að hringja.

„Okkur var fyrst sagt að þetta væri ekkert mál en svo byrjuðu bjöllurnar aftur. Þá stóð ég upp og fór að kanna þetta og fann strax reykjarlykt," segir Kristján sem var í Hótel Valhöll þegar eldurinn kom upp.

Kristján segir að strax hafi verið farið í að smala fólkinu út og algert „panikk" hafi gripið um sig. Hann segir að fyrst um sinn hafi verið talið að eldurinn hefði kviknað útfrá viftu í eldhúsinu líkt og komið hefur fram á Vísi í dag.

„Menn fóru að bera hérna út málverk og tölvugögn og annað sem hægt var að bjarga," segir Kristján. Hann segir starfsfólkið hafa staðið sig mjög fagmannlega við að ná fólkinu út úr hótelinu eftir þau áttuðu sig að eldur væri kominn upp.

Að sögn Kristjáns fór eldurinn að breiðast mjög hratt út eftir að logarnir komu út um glugga á hótelinu. „Þá gerðist þetta verulega hratt." Hann segir að slökkviliðið hafi verið um hálftíma á leiðinni.




Tengdar fréttir

Símstöð brann í Valhöll

Lítil símstöð í eigu Símans var inni í Valhöll sem stendur nú á björtu báli. Þetta þýðir að um þrjátíu viðskiptavinir á svæðinu munu missa talsamband. Tekið gæti nokkra daga að koma upp nýrri símstöð en að sögn upplýsingafulltrúa Símans verða hafðar hraðar hendur við að koma viðskiptavinum aftur í samband.

Valhöll brunnin til kaldra kola

Hótel Valhöll er brunnin til grunna og nú standa einungis steinveggir þar sem hinn reisulegi burstabær áður stóð. Engu var hægt að bjarga að sögn slökkviliðsmanna á staðnum og hægt verður að moka rústunum í burtu.

Sprengihætta í Valhöll

Lögregla og Slökkvilið vilja koma á framfæri þeim boðum til almennings að halda sig í góðri fjarlægð frá eldstaðnum á Þingvöllum vegna sprengihættu. Á það við umferð á landi sem og úr lofti.

Líklega kviknað í útfrá háfi í eldhúsi

Grunur leikur á kviknað hafi í útfrá háfi í eldhúsi Hótels Valhallar þegar verið var að grilla. Eldurinn kom upp um fjögurleytið í dag og hefur breiðst hratt út.

Eldur í Valhöll á Þingvöllum

Eldur braust út í Valhöll á Þingvöllum nú fyrir stundu. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á staðinn en ekki fengust nánari upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×