Handbolti

B-lið Svía sigraði á minningarmótinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hér er Oscar Carlen í leik með sænska landsliðinu en hann var í B-liði Svía á mótinu sem lauk í dag.
Hér er Oscar Carlen í leik með sænska landsliðinu en hann var í B-liði Svía á mótinu sem lauk í dag. Nordic Photos / Bongarts
B-landslið Svíþjóðar vann sigur á A-liðinu í úrslitaleik minningarmóts Staffan Holmqvist sem lauk í Svíþjóð í dag.

B-liðið var með tveggja marka forystu í hálfleik, 17-15, en leiknum lauk með 31-31 jafntefli eftir að B-liðið jafnaði metin á lokamínútu leiksins.

Grípa þurfti því til vítakastskeppni þar sem B-liðið vann sigur, 4-3. Markvörður B-liðsins varði tvö síðustu víti A-liðsins.

Ísland varð í fjórða sæti á mótinu eftir að liðið tapaði fyrir Túnis í leik um þriðja sætið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×