Nene leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni Arnar Björnsson skrifar 18. september 2009 11:00 Nene í leik með Monakó. Nordic photos/AFP Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni. Hann skoraði 2 mörk í 29 leikjum með Mallorca en eftir eina leiktíð fór hann til Alaves. Þar stóð hann sig vel, skoraði 21 mark í 79 leikjum. Þegar Alaves féll úr 1. deild lá leiðin til Celta Vigo. Þar gekk hvorki né rak og Celta féll úr deildinni. Monakó Þurfti ekki að borga hjá fjárhæð fyrir Brasilíumanninn og Nene stóð sig mjög vel með franska liðinu, skoraði 5 mörk í 28 leikjum og átti sinn þátt í að Monakó hélt sæti sínu í deildinni. Fyrrverandi þjálfari Monakó, Brasilíumaðurinn Ricardo Gomez, hafði ekki mikla trú á Nene og samþykkti að hann færi til Espanol á Spáni sem lánsmaður í eitt ár. Espanol átti kauprétt á Brassanum en félagið ákvað að nýta hann ekki. Nene lék þó 34 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Nene eða Anderson Luis de Carvalho, eins og hann heitir fullu nafni, er sem nýr maður eftir að hafa snúið aftur úr láninu á Spáni. Hann er búinn að skora 3 mörk í 5 fyrstu leikjunum með Monakó og var valinn besti leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni. Nene er alsæll með lífið og tilveruna hjá Monakó undir stjórn nýja þjálfarans, Guy Lacombe. Sjálfur segir Nene í viðtali að hann iði í skinninu eftir því að spila og ekki spillir það gleðinni að Monaco hefur keypt tvo sterka leikmenn; Mathieu Coutadeur og Eið Smára Gudjohnsen. Svo er að sjá hvort Nene eigi eftir að blómstra enn meira á þessari leiktíð við hliðina á ljóshærða íslenska víkingnum. Erlendar Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni. Hann skoraði 2 mörk í 29 leikjum með Mallorca en eftir eina leiktíð fór hann til Alaves. Þar stóð hann sig vel, skoraði 21 mark í 79 leikjum. Þegar Alaves féll úr 1. deild lá leiðin til Celta Vigo. Þar gekk hvorki né rak og Celta féll úr deildinni. Monakó Þurfti ekki að borga hjá fjárhæð fyrir Brasilíumanninn og Nene stóð sig mjög vel með franska liðinu, skoraði 5 mörk í 28 leikjum og átti sinn þátt í að Monakó hélt sæti sínu í deildinni. Fyrrverandi þjálfari Monakó, Brasilíumaðurinn Ricardo Gomez, hafði ekki mikla trú á Nene og samþykkti að hann færi til Espanol á Spáni sem lánsmaður í eitt ár. Espanol átti kauprétt á Brassanum en félagið ákvað að nýta hann ekki. Nene lék þó 34 leiki á síðustu leiktíð og skoraði 4 mörk. Nene eða Anderson Luis de Carvalho, eins og hann heitir fullu nafni, er sem nýr maður eftir að hafa snúið aftur úr láninu á Spáni. Hann er búinn að skora 3 mörk í 5 fyrstu leikjunum með Monakó og var valinn besti leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni. Nene er alsæll með lífið og tilveruna hjá Monakó undir stjórn nýja þjálfarans, Guy Lacombe. Sjálfur segir Nene í viðtali að hann iði í skinninu eftir því að spila og ekki spillir það gleðinni að Monaco hefur keypt tvo sterka leikmenn; Mathieu Coutadeur og Eið Smára Gudjohnsen. Svo er að sjá hvort Nene eigi eftir að blómstra enn meira á þessari leiktíð við hliðina á ljóshærða íslenska víkingnum.
Erlendar Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira