Handbolti

Tap fyrir Serbíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Ísland í kvöld.
Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir Ísland í kvöld.
Íslenska B-landsliðið tapaði í kvöld fyrir Serbíu á æfingamóti í Frakklandi, 31-28.

Staðan í hálfleik var 15-13 en Serbar byrjuðu mun betur í leiknum og komust snemma í 8-3. Ísland náði þó að minnka muninn í 10-9.

Serbar héldu sömu undirtökum í síðari hálfleik og komust tvívegis í sex marka forskot en Ísland náði að minnka muninn í eitt mark í stöðunni 27-26. En nær komst Ísland ekki.

Freyr Brynjarsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk og Bjarni Fritzsson og Kári Kristjánsson komu næstir með fimm hvor.

Ólafur Haukur Gíslason varði tíu skot í markinu og Pálmar Pétursson sex, þar af eitt víti.

Ísland leikur á morgun gegn franska úrvalsdeildarliðinu Ivry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×