Emil: Erum tilbúnir að deyja fyrir Ísland á miðvikudaginn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 22:17 Emil í leik Íslands og Hollands. Mynd/Getty Images Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil. Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil.
Íslenski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira