Handbolti

HM: Þjóðverjar fóru létt með Pólverja

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Christian Schöne hefur verið að spila vel með þýska landsliðinu í Króatíu.
Christian Schöne hefur verið að spila vel með þýska landsliðinu í Króatíu. Nordic Photos / Bongarts
Nú er það ljóst að Pólverjar fara stigalausir í millriðlakeppnina á HM í handbolta í Króatíu eftir að þeir töpuðu fyrir heimsmeisturum Þýskalands í dag.

Þjóðverjar unnu sjö marka sigur á Póllandi í dag, 30-23, eftir að hafa verið með þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11.

Makedónía vann fyrr í dag sigur á Rússum í sama riðli sem voru slæm tíðindi fyrir Pólverja. Þeir töpuðu tveimur leikjum í riðlinum - fyrir Þýskalandi og Makedóníu og fara því stigalausir í milliriðlakeppnina þar sem þessi þrjú lið fara áfram.

Þjóðverjar eru taplausir til þessa en gerðu jafntefli við Rússa í fyrsta leik. Það kemur þó ekki að sök þar sem Rússar komust ekki áfram í milliriðlakeppnina og fara því Þjóðverjar áfram með fjögur stig og standa vel að vígi fyrir framhaldið.

Túnis og Alsír mætast í lokaleik C-riðils síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×