Handbolti

HM-samantekt: Úrslit og staðan

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þremur umferðum er lokið á heimsmeistaramótinu í Króatíu. Línur eru farnar að skýrast í riðlunum en ljóst er að það verður spenna allt til loka.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir öll úrslit dagsins og stöðuna í riðlunum. Hlé verður á keppninni á morgun en næstu leikir á miðvikudag.

A-riðill:

Úrslit:

Rúmenía - Argentína 30-26

Ungverjaland - Slóvakía 24-24

Frakkland - Ástralía 42-11

Staðan:

Frakkland 6 stig (+48 í markatölu)

Slóvakía 5 (+37)

Ungverjaland 5 (+27)

Rúmenía 2 (-9)

Argentína 0 (-13)

Ástralía 0 (-90)

B-riðill:

Úrslit:

Suður-Kórea - Kúweit 34-19

Svíþjóð - Spánn 34-30

Króatía - Kúba 41-20

Staðan:

Króatía 6 stig (+41 í markatölu)

Svíþjóð 6 (+37)

Spánn 4 (+51)

Suður-Kórea 2 (+8)

Kúveit 0 (-64)

Kúba 0 (-73)

Spánn og Króatía fara örugglega upp úr riðlinum en Spánn og Suður-Kórea munu berjast um þriðja sætið.

C-riðill:

Úrslit:

Pólland - Makedónía 29-30

Þýskaland - Alsír 32-20

Rússland - Túnis 36-31

Staðan:

Þýskaland 5 stig (+14 í markatölu)

Pólland 4 (+18)

Makedónía 4 (+13)

Rússland 3 (+3)

Túnis 2 (-6)

Alsír 0 (-42)

D-riðill:

Úrslit:

Brasilía - Serbía 32-30

Noregur - Egyptaland 30-20

Danmörk - Sádi-Arabía 32-13

Staðan:

Noregur 6 stig (+44 í markatölu)

Danmörk 6 (+33)

Serbía 2 (+5)

Egyptaland 2 (-10)

Brasilía 2 (-29)

Sádi-Arabía 0 (-43)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×