Viðskipti erlent

Íslensku bankarnir skildu eftir lánaþurrð í Bretlandi

Lánsfjárkreppa hefur leikið breskt atvinnulíf hart að undanförnu enda hafa helstu lánveitendur til fyrirtækja þar í landi, íslensku bankarnir þrír og Lehman Brothers horfið á sjónvarsviðinu. Íslenska bankahrunið skapaði sem sagt lánaþurrð í Bretlandi að því er segir í Financial Times.

Um helmingur lánveitenda til fyrirtækja og félaga í Bretlandi eru erlendir bankar og fjármálastofnanir. Raunar var þetta hlutfall hærra á fyrstu mánuðum síðasta árs er könnun á vegum Citigroup sýndi að breskir bankar voru með aðeins 41% af þessum markaði.

Sú staða hefur breyst og mun halda svo áfram því teikn eru á lofti um að þeir erlendu bankar sem eftir eru á þessum hluta breska markaðarins, eins og t.d. Commerzbank, séu á förum annað.

En bresku bankarnir eru ekki í neinni aðstöðu til að auka við lán sín til fyrirtækja og félaga. Bankakreppan hefur leikið þá illa, samanber uppgjör Royal Bank of Scotland upp á 5.000 milljarða kr. í mínus.

Bresk stjórnvöld eru hinsvegar æf af reiði vegna tregðu breskra banka til að lána fé sitt og eru raunar farin að hafa í hótunum við bankana ef þeir auki ekki lánsfé á markaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×