Viðskipti erlent

Aðeins lítill hluti Pólverja snýr heim þrátt fyrir kreppu

MYND/Vilhelm

Aðeins lítill hluti þeirra Pólverja sem á síðustu árum hafa freistað gæfunnar í vinnu á evrópska efnahagssvæðinu hafa snúið heim það sem af er ári þrátt fyrir aukið atvinnuleysi í flestum löndum Evrópu.

Þetta kemur fram í tölum frá pólsku hagstofunni en þær sýna að 2,2 milljónir Pólverja starfa enn erlendis. 60 þúsund manns hafa snúið aftur til heimalandsins en Pólverjar hafa verið sérstaklega fyrirferðarmiklir á vinnumarkaði á Bretlandi, Spáni og á Írlandi. Þá hafa margir Pólverjar leitað til Íslands eftir atvinnu.

Pólskir hagfræðingar segja að þetta þýði að jafnvægi haldist á pólskum atvinnumarkaði auk þess sem þessi 60 þúsund sem snúið hafa til baka komi með sparifé meðferðis sem þeir noti til þess að fjárfesta heimafyrir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×