Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í GOG Svendborg unnu í kvöld frábæran 35-24 sigur gegn Kolding í toppbaráttuslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.
Ásgeir Örn Hallgrímsson átti fínan leik með GOG og skoraði 4 mörk en Thomas Skoglund var atkvæðamestur hjá GOG með 10 mörk.
Hjá Kolding var Nils Olaf Lukas Karlson markahæstur með 11 mörk.
GOG er með sigrinum í kvöld komið upp í annað sæti deildarinnar, nú aðeins stigi á eftir toppliði Kolding.