Viltu sofa hjá pabba? Óli Tynes skrifar 17. nóvember 2009 14:20 Fimmtíu og fimm ára gamall maður á Taivan hefur verið handtekinn fyrir að tæla um tuttugu konur til fylgilags við sig. Hann þóttist þá vera pabbi sinn. China Post segir frá þessu undarlega máli. Hsu Shian-ming er sem fyrr segir fimmtíu og fimm ára gamall og ber það alveg með sér. Hann girntist mjög ungar konur en þær vildu ekki líta við honum. Hsu greip þá til þess ráðs að setja mynd af stórglæsilegum ungum manni á netið og óska eftir rómantísku sambandi. Fjölmargar konur svöruðu kallinu. Netsamband þróaðist í símasamband og í símasambandinu sagði Hsu klökkur frá því að faðir hans væri haldinn sjaldgæfum sjúkdómi. Hann þyrfti sífellt að stunda kynlíf til þess að halda lífi. Ef þær vildu nú vera svo elskulegar að hjálpa til við að bjarga lífi pabba, myndu þær svo eiga heita fundi með sér sjálfum á eftir. China Post segir að uppundir tuttugu konur hafi fallið fyrir þessu. Þær hafi hitt Hsu á hinum og þessum hótelum og gert allt sem þær gátu til þess að halda í honum líftórunni. Upp komst um málið þegar ein konan varð tortryggin yfir því hversu illa gekk að fá að hitta glæsilega "soninn". Hún réði sér einkaspæjara sem komst að hinu sanna. Óstaðfestar fregnir herma að Hsu hafi ennþá verið með sælubros á andlitinu þegar löggan kom og sótti hann. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Fimmtíu og fimm ára gamall maður á Taivan hefur verið handtekinn fyrir að tæla um tuttugu konur til fylgilags við sig. Hann þóttist þá vera pabbi sinn. China Post segir frá þessu undarlega máli. Hsu Shian-ming er sem fyrr segir fimmtíu og fimm ára gamall og ber það alveg með sér. Hann girntist mjög ungar konur en þær vildu ekki líta við honum. Hsu greip þá til þess ráðs að setja mynd af stórglæsilegum ungum manni á netið og óska eftir rómantísku sambandi. Fjölmargar konur svöruðu kallinu. Netsamband þróaðist í símasamband og í símasambandinu sagði Hsu klökkur frá því að faðir hans væri haldinn sjaldgæfum sjúkdómi. Hann þyrfti sífellt að stunda kynlíf til þess að halda lífi. Ef þær vildu nú vera svo elskulegar að hjálpa til við að bjarga lífi pabba, myndu þær svo eiga heita fundi með sér sjálfum á eftir. China Post segir að uppundir tuttugu konur hafi fallið fyrir þessu. Þær hafi hitt Hsu á hinum og þessum hótelum og gert allt sem þær gátu til þess að halda í honum líftórunni. Upp komst um málið þegar ein konan varð tortryggin yfir því hversu illa gekk að fá að hitta glæsilega "soninn". Hún réði sér einkaspæjara sem komst að hinu sanna. Óstaðfestar fregnir herma að Hsu hafi ennþá verið með sælubros á andlitinu þegar löggan kom og sótti hann.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira