Indverjar kaupa 200 tonn af gulli frá AGS 4. nóvember 2009 09:44 Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Samkvæmt frétt á Timesonline um sölun, sem staðfest var í gærdag, hækkaði heimsmarkaðsverð á gulli upp í 1.078 dollara á únsuna sem er nýtt met. Kaup Indverja drógu úr áhyggjum manna um að fyrirhuguð sala AGS af gullbirgðum sínum myndi skapa offramboð á markaðinum og lækka verðið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur AGS ákveðið að selja 403 tonn af 3.217 tonna gullbirgðum sínum. Ástæðan er aukin fjárþörf sjóðsins þar sem hann ætlar að auka framlög sín til vanþróaðra ríkja. Talið er að Kínverjar muni kaupa þau rúmlega 200 tonn sem enn eru í boði hjá AGS. Kínverjar vilja flytja umfangsmiklar dollaraeignir sínar yfir í aðrar myntir eða eignir. Þeir hafa á síðustu árum aukið gullforða sinn úr 600 tonnum og upp í rúmlega 1.000 tonn. Eugen Weinberg greindandi hjá Commerzbank segir að nokkrar ástæður liggi að baki því að markaðurinn hafi tekið því fagnandi að Indverjar keyptu fyrrgreind 200 tonn. Hann nefnir sem dæmi að með Þessu hafi gullið ekki farið á almennan markað heldur í hirslur seðlabanka. Ekki síður sýni salan fram á að núverandi verð á gulli er ekki talið of hátt hjá stórum kaupendum. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Indverski seðlabankinn (RBI) hefur fest kaup á 200 tonnum af gulli frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Er þetta fyrsta sala sinnar tegundar af gullbirgðum AGS í níu ár. Alls borga Indverjar 4 milljarða punda eða rúmlega 800 milljarða kr. fyrir gullið. Samkvæmt frétt á Timesonline um sölun, sem staðfest var í gærdag, hækkaði heimsmarkaðsverð á gulli upp í 1.078 dollara á únsuna sem er nýtt met. Kaup Indverja drógu úr áhyggjum manna um að fyrirhuguð sala AGS af gullbirgðum sínum myndi skapa offramboð á markaðinum og lækka verðið. Eins og áður hefur komið fram í fréttum hefur AGS ákveðið að selja 403 tonn af 3.217 tonna gullbirgðum sínum. Ástæðan er aukin fjárþörf sjóðsins þar sem hann ætlar að auka framlög sín til vanþróaðra ríkja. Talið er að Kínverjar muni kaupa þau rúmlega 200 tonn sem enn eru í boði hjá AGS. Kínverjar vilja flytja umfangsmiklar dollaraeignir sínar yfir í aðrar myntir eða eignir. Þeir hafa á síðustu árum aukið gullforða sinn úr 600 tonnum og upp í rúmlega 1.000 tonn. Eugen Weinberg greindandi hjá Commerzbank segir að nokkrar ástæður liggi að baki því að markaðurinn hafi tekið því fagnandi að Indverjar keyptu fyrrgreind 200 tonn. Hann nefnir sem dæmi að með Þessu hafi gullið ekki farið á almennan markað heldur í hirslur seðlabanka. Ekki síður sýni salan fram á að núverandi verð á gulli er ekki talið of hátt hjá stórum kaupendum.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira