Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið fór í húsleit hjá VALITOR

Í morgun fóru fulltrúar Samkeppniseftirlitsins í starfsstöðvar VALITOR að Laugavegi 77 í Reykjavík og framkvæmdu húsleit vegna kvörtunar sem eftirlitinu hafði borist frá keppinautnum Borgun um meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu.

Í tilkynningu frá VALITOR segir að VALITOR telur kæru Borgunar ekki eiga við rök að styðjast enda hefur fyrirtækið fylgt í hvívetna fyrirmælum laga og reglna um hegðun á markaði.

Húsleitin er liður í meðferð þessa máls og hefur VALITOR veitt Samkeppniseftirlitinu greiðan aðgang að umbeðnum gögnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×