Viðskipti erlent

HVB Group afskrifar 75 milljarða vegna taps á íslensku bönkunum

HVB Group, sem er dótturbanki UniCredit í Þýskalandi, hefur sett tæplega 500 milljónir evra eða um 75 milljarða kr. inn á afskriftareikning vegna fyrirsjáanlegs taps á lánum til íslensku bankanna.

Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni segir að HVB Group hafi stækkað afskriftareiking sinn um 42% eða upp í 760 milljónir evra vegna slæmra lána og þar af er hlutur lána til íslensku bankanna langstærstur.

Samkvæmt upgjöri fyrir síðasta ár tapaði bankinn 671 milljón evra en bankinn hagnaðist um rúma 2 milljarða evra árið 2007.

Sökum þessa ætlar HVB Group að skera niður starfsmannafjölda sinn um 2.500 manns fram til loka næsta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×