Fótbolti

Spennan magnast enn frekar í Þýskalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grafite er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar.
Grafite er markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. Mynd/GettyImages

Wolfsburg, Bayern Munchen og Hertha Berlin unnu öll leiki sína í þýsku bundesligunni í fótbolta í kvöld og spennan magnast því enn frekar í baráttunni um þýska meistaratitilinn.

VfL Wolfsburg og Bayern Munchen eru bæði með 63 stig en Wolfsburg er í toppsætinu því liðið er með betri markatölu. Hertha Berlin er síðan aðeins stigi á eftir í þriðja sætinu.

Bosníumaðurinn Edin Dzeko skoraði tvennu í 3-0 sigri VfL Wolfsburg á Borussia Dortmund en í millitíðinni skoraði Grafite sitt 24. mark á tímabilinu.

Lukas Podolski skoraði eitt mark og lagði upp hin tvö fyrir Franck Ribery og Luca Toni í 3-0 sigri Bayern Munchen á Bayer Leverkusen.

Hertha Berlin vann 2-1 sigur á Köln þar sem Cicero og Patrick Ebert skoruðu mörk liðsins.

VfB Stuttgart er í fjórða sæti deildarinnar með 58 stig eða fimm stigum á eftri toppliðinum en á leik til góða. Stuttgart heimsækir Schalke 04 á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×