Innlent

Vilja lengra gæsluvarðhald yfir Catalinu - vitorðsmanni sleppt

Catalina á leiðinni í dómsal. Mynd úr safni.
Catalina á leiðinni í dómsal. Mynd úr safni.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Catalinu Ncogo, sem er grunuð um að hafa haft milligöngu um vændi og mansal. Kona sem var handtekin með henni, og er grunuð um sömu brot, hefur verið sleppt.

Konurnar voru handteknar fyrir tveimur vikum síðan, aðeins örfáum dögum eftir að Catalina var dæmd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa haft milligöngu um vændi og fíkniefnabrot.

Konan sem var sleppt er rétt liðlega tvítug.

Catalina verður leidd fyrir dómara síðdegis þar sem ákveðið verður hvort hún sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×