Erlent

Krufning á Jackson skilaði engu

Óli Tynes skrifar

Engar vísbendingar fundust um dánarorsök þegar Michael Jackson var krufinn í gær. Dánardómstjóri segir að frekari rannsóknir hafi verið fyrirskipaðar, meðal annars til þess að komast að því hvaða lyf poppstjarnan hafi tekið fyrir dauða sinn.

Heimildarmenn fjölmiðla segja að hálftíma áður en hann lést hafi Jackson fengið sprautu af sterku verkjalyfy með morfínsbasa.

Dánardómstjórinn segir að engir áverkar hafi verið á líkinu og engar vísbendingar um að Jackson hafi verið ráðinn bani. Lögreglan vill hinsvegar hafa tal af lækni hans sem er sagður hafa verið á heimili hans þegar hann féll í dá.

Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang var söngvarinn hættur að anda og lífgunartilraunir báru ekki árangur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×