Lífið

Ungfrú Ísland: Keppendur í fínu formi í ár

Heiðari líst vel á keppendur Ungfrú Ísland í ár.
Heiðari líst vel á keppendur Ungfrú Ísland í ár.

Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway á föstudaginn. Að þessu sinni eru 23 stúlkur í keppninni og hafa þær verið við strangar æfingar undanfarna daga. Siguvegari keppninnar keppir svo í Miss World.

 

Vísir hafði samband við Heiðar Jónsson sem er á meðal dómara keppninnar í ár:

 

„Ég er búinn að vera að vinna heilmikið með þeim og aðstoða og það er bara búið að vera ægilega gaman. Þær eru mjög jafnar í ár," segir Heiðar.

Þrjú efstu sætin í fyrra: Alexandra, Ingibjörg og Sonja. En Ingibjörg er á leið í Miss Universe keppnina nú í sumar.

„Þetta er mjög sterkur hópur og því erfitt að dæma. Þær eru í ofsalega fínu formi, afgerandi, sérstaklega skemmtilegar og miklar vinkonur."

 

„Mann hlakkar til að fara á æfingarnar því það er mikið stuð. Fagrar konur með skoðanir," bætir hann við.

 

Alexandra Helga Ívarsdóttir mun krýna arftaka sinn, en hún keppti einmitt í Miss World í Suður Afríku árið 2008 og var kjörin sportstúlka þeirrar keppni.

 

Kynnir keppninnar verður Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Miss World árið 2005.

 

Broadway opnar fyrir matargesti kl. 19.00 og er hægt að bóka í mat á Broadway fram á föstudag.

 

Sjá keppendur hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×