Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Storebrand kaupir hluti í félaginu

Birger Magnus stjórnarformaður norska tryggingarrisans Storebrand hefur fest kaup á 20 þúsund hlutum í félaginu á genginu 32,42 norskar kr. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló.

 

Skilanefnd Kaupþings heldur enn um 5,5% hlut í félaginu og er annar stærsti eigandi Storebrand. Exista var áður með stórann eigarhlut í Storebrand, en seldi hann með gífurlegu tapi s.l. vetur.

 

Magnus hefur greinileg góða trú á framtíð Storebrand en þess má geta að JP Morgan hækkaði nýlega verðmat sitt á hlutum í félaginu og metur þá nú á 38 norskar kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×