Real Madrid hefur nú staðfest að Brasilíumaðurinn Kaka hafi staðist læknisskoðun hjá félaginu og verði kynntur fyrir stuðningsmönnum sem leikmaður félagsins í kvöld.
Kaka gekk fyrst undir læknisskoðun þegar hann var að undirbúa sig fyrir Álfukeppnina í heimalandi sínu en hann hefur nú farið í ítarlegri læknisskoðun í Madríd.
Talið er að á mánudaginn í næstu viku verði Cristiano Ronaldo kynntur fyrir fjölmiðlum og stuðningsmönnum sem nýr leikmaður Real.
