Real Madrid vann nokkuð öruggan sigur á Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liðið er þar með aðeins sex stigum frá Barcelona í baráttunni um titilinn á Spáni.
Real vann leikinn 2-0 en hefur oft spilað betur. Valladolid fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar þeir skölluðu framhjá úr algjöru dauðafæri.
Gulldrengurinn Raúl kom Real yfir eftir 44. mínútur og Arjen Robben innsiglaði sigurinn á 82. mínútu.