Brasilíumaðurinn Kaká hefur viðurkennt að það hafi komið sér algjörlega í opna skjöldu að Ronaldo skyldi verða seldur til Real svo skömmu eftir að hann var keyptur til félagsins.
„Hraðinn á þessum kaupum kom mér verulega á óvart. Það var aftur á móti mjög ánægjulegt að lesa um þessi tíðindi. Hann er frábær leikmaður sem mun færa mikið til félagsins," sagði Kaká.
„Það er afar mikilvægt að hafa leikmenn í sínu liði sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur og Cristiano er þannig leikmaður."