Sport

Mátti ekki drekka en fannst áfengisdauður á veitingastað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lögreglumynd af föllnu stjörnunni.
Lögreglumynd af föllnu stjörnunni.

Þeir eru eflaust fáir Íslendingarnir sem hafa heyrt minnst á Charles Rogers. Hann er fyrrum útherji Detriot Lions í NFL-deildinni og var valinn annar í nýliðavali NFL árið 2003.

Var þá til mikils ætlast af þessum hæfileikaríka leikmanni en hann brenndi upp hæfileikum sínum á mettíma með óhoflegri áfengis- og fíkniefnanotkun.

Hann var rekinn frá Lions eftir aðeins tvö ár frá félaginu er hann var staðinn að eiturlyfjanotkun. Félagið er enn að rukka hann um einn þriðja af 9,1 milljón dollara bónus sem hann fékk er hann skrifaði undir hjá félaginu á sínum tíma.

Rogers dó áfengisdauða undir stýri á þjóðvegi í Detroit í september síðastliðnum. Þegar lögreglan kom á vettvang var bíllinn enn í gangi og í gír en Rogers lá meðvitundarlaus á stýrinu.

Hann var í kjölfarið dæmdur til þess að gangast undir stífa sálfræðimeðferð og þess utan var honum meinað að drekka.

Hann braut það skilorð svo hraustlega er hann dó áfengisdauða á mexíkóskum veitingastað í desember. Svo meðvitundarlaus var Rogers að sjúkrabíll var kallaður til enda óttaðist fólk að hann hefði fengið hjartaáfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×