Innlent

Bruggurum og fíkniefnabrotum fjölgar á milli ára

Áfengislagabrotum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum samkvæmt afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir nóvember 2010.

Þó eru áfengislagabrotin fæst í nóvember nú en síðustu tvö ár á sama tíma. Þannig eru áfengislagabrot nú 47 en voru 65 í nóvember á síðasta ári. Bruggbrot hafa hinsvegar verið fleiri fyrstu ellefu mánuði þessa árs en síðustu ár.

Skráð hafa verið 24 brot fyrir ólöglega sölu áfengis og 26 fyrir bruggun á árinu.

Innbrotum fækkar á milli ára. Skráð voru 197 innbrot í nóvember síðastliðnum á meðan 260 innbrot voru skráð fyrir nóvember á síðasta ári. Þau voru hinsvegar enn fleiri í nóvember 2008 eða 289 innbrot.

Fíkniefnabrotum fjölgar lítillega á milli ára. 138 fíkniefnabrot voru skráð hjá lögreglunni í nóvember síðastliðnum á meðan þau voru 120 fyrir ári síðan. Árið 2008 voru þau 133.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×