Innlent

Besta borgin á gamlárskvöld: Reykjavík í fjórða sæti

Mynd//Pjetur

Ný könnun leiðir í ljós að Reykjavík er í fjórða sæti yfir borgir sem ferðamenn vildu helst eyða gamlárskvöldi í. Barcelona lenti í fyrsta sæti og Edinborg og London fylgja í kjölfarið. Þá er röðin komin að Íslandi og París nær fimmta sætinu. Könnunin náði til rúmlega þúsund manna sem tóku þátt á síðunni Skyscanner.

Barcelona fékk 12 prósent atkvæða og Reykjavík 9 prósent, en borgin þykir spennandi áfangastaður. Á vefritinu Travel Daily News segir að í Reykjavík hefjist kvöldið á því að innfæddir fari á brennur og fylgist með flugeldasýningum á miðnætti. Síðan sé haldið niður í bæ þar sem partýhöld lifa fram eftir nóttu og til klukkan fimm um morguninn. Annar bónus eru svo norðurljósi sem hægt er að virða fyrir sér á Íslandi.

Tíu vinsælustu borgirnar eru:

  1. Barselóna
  2. Edinborg
  3. London
  4. Reykjavík
  5. París
  6. Amsterdam
  7. Berlín
  8. Feneyjar
  9. Prag
  10. Róm








Fleiri fréttir

Sjá meira


×