Innlent

Hæstiréttur þyngir dóm yfir nauðgara

Hæstiréttur Íslanda þyngdi í dag dóm yfir karlmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun í ágúst um hálft ár. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í eitt og hálft ár Héraðsdómi Norðurlands Eystra en Hæstiréttur þyngdi dóminn í tvö ár. Fimm dómarar dæmdu í málinu í Hæstarétti og skilaði einn dómari sératkvæði.

Í dómnum segir að maðurinn hafi haft samræði við konu, sem segist ekki hafa getað spornað við verknaðinum vegna ölvunar og svefndrunga. Systir konunnar kom að manninum hafa samfarir við konuna þegar hún lá ölvunarsvefni í sófa á heimili þeirra. Maðurinn neitaði sök. Honum var gert að greiða konunni 800 þúsund krónur í bætur.

Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði inn sératkvæði. Þar segir að „þótt miðað sé við að D (innsk.blm. systir konunnar) telji sig hafa séð ákærða, sem hún vantreysti mjög, í rökkvaðri stofunni viðhafa samfarahreyfingar við systur sína, þar sem hún lá ölvuð í sófa, verður við sönnunarmat í sakamáli að hafa í huga þau framangreind atriði sem eru ákærða í hag." Því beri að sýkna manninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×