Erlent

Missti félagslegar bætur við að fá skaðabætur

Sextán ára gömul dönsk stúlka búsett í Esbjerg er nú í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa misst félagslegar bætur sínar sökum þess að hún vann nýlega dómsmál vegna grófrar kynferðislegrar áreitni í sinn garð.

Dómarinn dæmdi henni 75.000 danskar krónur í skaðabætur en þegar það lá ljóst fyrir drógu borgaryfirvöld í Esbjerg bæturnar frá þeirri upphæð sem stúlkan hefur fengið úr félagskerfinu.

Skaðabæturnar hafði stúlkan notað til að útvega sér ökuskírteini og borga skuldir. Hún kemst hinsvegar ekki á félagslegar bætur aftur fyrr en í mars á næsta ári. Yfirvöld í Esbjerg segja að þau séu aðeins að fara að lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×