Erlent

Ætluðu að myrða í jólaösinni

Óli Tynes skrifar
Frá Lundúnum.
Frá Lundúnum.

Mennirnir tólf sem breska lögreglanhandtók í gær eru sagðir hafa verið að undirbúa hryðjuverkaárásir í jólaösinni með það að markmiði að valda sem mestu manntjóni. Einnig var ætlunin að vinna skemmdir á frægum byggingum. Breska blaðið The Guardian hefur eftir heimildarmönnum að Whitehall hverfið í Lundúnum hafi verið meðal skotmarka. Þar er meðal annars breska þinghúsið.

Ekki hefur verið upplýst hvers eðlis árásirnar áttu að vera. Hvort beitt yrði skotvopnum eða sprengjum. Daily Telegraph segir að lögreglan hafi lengi fylgst með mönnunum tólf. Ljóst sé að þeir hafi verið handteknir á síðustu stundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×