Innlent

0,2% fólksfjölgun á Íslandi - mest fækkar á Vestfjörðum

Þann 1. desember 2010 voru íbúar með lögheimili á Íslandi 318.236. Ári áður var íbúafjöldinn 317.593 og fjölgaði því milli ára um 643 íbúa eða 0,2%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Frá 1. desember 2009 til 1. desember 2010 fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu (0,7%) og á Norðurlandi eystra (0,3%).

Á öðrum landsvæðum fækkaði íbúum, mest á Vestfjörðum (-3,2%), Suðurnesjum (-1,4%) og á Austurlandi (-1,2%). Í öðrum landshlutum var fækkunin óveruleg.

Körlum fækkaði frá 1. desember 2009 til jafnlengdar 2010, en konum fjölgaði um hálft prósent.

Nánari útlistun á mannfjölda eftir landssvæðum má sjá á vef Hagstofunnar með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×