Innlent

Sóttu unglingspilt til Grænlands

Frá Grænlandi.
Frá Grænlandi. Mynd/Vilhelm
Undanfarna daga hafa verið talsverðar annir í sjúkraflugi frá Akureyri, segir á heimasíðu Mýflugs.

„Þegar þetta er ritað er fjöldi fluga í nóvember kominn í þrjátíu talsins. Sem dæmi má nefna að síðastliðinn mánudag lagði sjúkraflugvél Mýflugs leið sína til Grænlands að sækja þar unglingspilt sem þurfti nauðsynlega að komast undir læknishendur í Reykjavík. Einnig höfum við heimsótt Egilsstaði, Norðfjörð, Vestmannaeyjar og Þórshöfn á Langanesi undanfarna daga."

Þá segir einnig að nýlega hafi komið upp bráðatilvik þar sem flytja þurfti barn með hraði til Reykjavíkur. Um borð hafi verið tveir sjúkraflutningamenn, þar sem sjúklingurinn þurfti mikla umönnun allt flugið. Flugtíminn til Reykjavíkur var rétt innan við fjörutíu mínútur og frá Reykjavíkurflugvelli var ekið í forgangsakstri á Landspítalann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×